- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:00 verður haldinn fundur í Skeiðalaug þar sem rætt verður hvernig við viljum sjá Skeiðalaug til framtíðar og hvaða möguleika við höfum til að efla þjónustu í Brautarholti tengt sundlauginni. Við munum skoða húsnæðið og aðstöðuna sem er til staðar og velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig við getum breytt starfseminni.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á því að móta hugmyndir um Skeiðalaug til að mæta og taka þátt í því að þróa nýja framtíðarsýn.
Haraldur Þór Jónsson, Sveitarstjóri