- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Faghópur III býður íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Þjórsá.
Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is).
Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi laugardaginn 5.desember, kl. 11:00-14:00 og er opinn öllum íbúum sveitarfélaganna á meðan húsrúm leyfir. Þátttakendum verður skipt í minni hópa til að ræða áhrif fyrirhugaðra virkjana á samfélögin.
Umsjón fundarins er í höndum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru þátttakendur beðnir að skrá þátttöku á vefsíðunni www.felagsvisindastofnun.is fyrir fimmtudaginn 3. desember. Vonumst til að sjá sem flesta,