Jólakveðja og hagnýtar upplýsingar frá starfsfólki sveitarfélagsins

Náttúran í vetrarsólinni
Náttúran í vetrarsólinni

Skrifstofa sveitarfélagins verður lokuð föstudaginn 27. desember en opin kl. 9 - 14 mánudaginn 30. desember. Gámasvæði sveitarfélagsins verður næst opið laugardaginn 28. desember nk. á milli kl. 12 og 15.  Enginn snjómokstur verður í sveitarfélaginu á jóladag, þann 25. desember.

Starfsfólk sveitarfélagsins sendir innilegar jólakveðjur til íbúa, gesta og aðdáenda sveitarfélagsins, með ósk um gæfu og gengi á nýju ári og þakkir fyrir gott samstarf á því liðna.