Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum og deiliskipulags

Gróður í Gnúpverjahreppi
Gróður í Gnúpverjahreppi

Hvammsvirkjun. Opið hús verður í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní frá kl. 15:00 til 21:00 og í Stracta Hóteli á Hellu fimmtudaginn 15. júní frá kl. 15:00 til 21:00 til að kynna mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar og deiliskipulag vegna virkjunarinnar. Kynnt verður frummatsskýrsla um framkvæmdina og tillaga að deiliskipulagi.

Frummatsskýrsluna og rafrænan útdrátt hennar er að finna á slóðinni:

hvammur.landsvirkjun.is

Fyrirkomulag fundarins verður þannig að upplýsingar um framkvæmdina verða á veggspjöldum og tölvuskjám og fulltrúar frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi/Rangárþingi ytra Landsvirkjun/Landsneti og Eflu/Steinsholti verða á staðnum til að svara fyrirspurnum.

Allir velkomnir.