Laus 60-80% staða í Leikholti, Brautarholti

Leikskólinn Leikholt
Leikskólinn Leikholt

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 60-80% stöðu með möguleika á auknu starfshlutfalli þegar líður á vetur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 8. ágúst eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennararéttindi áskilin.
  • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi og hæfni í starfi með börnum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Meginverkefni:

  • Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn deildarstjóra.

Leikskólinn Leikholt er Grænfána leikskóli þar vinna 10 starfsmenn og þar ríkir góður vinnuandi, við leggjum áherslu á ART þjálfun, umhverfismennt, mikla málörvun og læsi og kennslu í gegnum leikinn. Einkunnarorð leikskólans eru: Gleði, vinsemd og virðing.

Frekari upplýsingar veitir Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri sími 486-5586/895-2995 og áhugasamir geta sent umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið leikholt@leikholt.is.

Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2017.