- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Grunnskólakennara vantar í Þjórsárskóla
Kennslugreinar eru íþróttir í 1-7 bekk 9 kennslustundir ( sund ekki meðtalið)
Stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði í 1-2 bekk. 11. Kennslustundir.
Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð
í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða 75 % staða frá 1 ágúst nk.
Umsóknarfrestur til 25. apríl 2018.
Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is
Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk. Nemendur eru tæplega 50. Þeim er kennt í fjórum kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni,nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Við leggjum áherslu á að nýta það efni sem við fáum úr Þjórsárdalsskógi og að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Yfirmarkmið skólans er að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því.
Vefslóð www.thjorsarskoli.is
Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru um 700 íbúar. Þéttbýliskjarnar eru við Árnes og á Brautarholti. Í hreppnum eru náttúruperlur á borð við Þjórsárdal. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.