- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Leikskólinn Leikholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi leitar að:
-- leikskólakennara
-- almennum starfsmanni inn á leikskóladeild
Starfshlutfall er umsemjanlegt allt frá 50 - 100%.
Leikskólinn er staðsettur í um 20 mínútna fjarlægð frá Selfossi, 15 mín fjarlægð frá Flúðum og 20 mín fjarlægð frá Reykholti. Við leikskólann vinnur samheldin hópur starfsmanna þar sem lögð er áhersla á samvinnu milli starfsfólks.
Leikskólinn er virkilega vel mannaður, rúmgóður og faglegur leikskóli með fagmenntuðum leikskólakennurum á öllum deildum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið eða eftir nánara samkomulagi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf strax um áramót
Starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir sendist á netfangið leikholt@leikholt.is. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Greta Ólafsdóttir, leikskólastjóri, í síma 486-5586.
Öll sem ráðin eru til starfa við leikskóla þurfa undirrita heimild til þess að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Fólk af öllum kynjum eru hvött til að sækja um.