Laus störf í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Stórnsýslan er í Árnesi
Stórnsýslan er í Árnesi

Aðalbókari og launafulltrúi Starf aðalbókara og launafulltrúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er laust til umsóknar. Starfshlutfall getur verið sveigjanlegt fyrst um sinn, en verður 100 % innan árs frá ráðningu.

Starfssvið

  • Bókun og lyklun fylgiskjala sem og önnur úrvinnsla úr fjárhagsbókhaldi
  • Afstemming fjárhagsbókhalds
  • Uppgjör virðisaukaskatts
  • Gerð reikninga
  • Skýrslugerð og greining upplýsinga
  • Vinna með sveitarstjóra og endurskoðendum við áætlanagerð og uppgjör
  • Launavinnsla og frágangur launa
  • Launaröðun og launagreiðslu samkvæmt ráðningar- og kjarasamningum
  • Upplýsingagjöf til launþega
  • Önnur tilfallandi verkefni 

Hæfniskröfur og menntun:

  •  Reynsla og góð þekking á bókhaldi og launavinnslu er skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
  • Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð eru skilyrði
  • Viðskiptamenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds er æskileg, háskólamenntun er kostur
  • Sjálfstæði og fumkvæði
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð

Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsjónarmaður félagsheimilisins í Brautarholti

Starfssvið

  • Umsjón og húsvarsla félagsheimilisins
  • Undirbúningur viðburða í húsnæðinu og frágangur eftir viðburði
  • Þrif á húsnæðinu samkvæmt starfs- og verklýsingu
  • Upplýsingagjöf til viðskiptavina og samskipti við þá
  • Starfshlutfall er 25% möguleiki á aukningu starfshlutfals með fleiri tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur

  • Samviskusemi og snyrtimennska
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Ökuréttindi.
  • Hreint sakavottorð

Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hvetur einstaklinga óháð kyni til að sækja um ofangreind störf.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri sími 486-6100. Umsóknum ber að skila á netfang sveitarstjóra kristofer@skeidgnup.is fyrir 10. febrúar nk.

 

  • Félagsheimilið Brautarholt