Lausar kennarastöður í Leikholti

Leikholtskrakkar og útieldhúsið
Leikholtskrakkar og útieldhúsið

Leikskólinn Leikholt í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi leitar að drífandi kennurum. Leikskólinn er staðsettur í um 20 mínútna fjarlægð frá Selfossi.

  • Laus  50% staða kennara með sérhæfingu á leikskólastigi (vinna í viku og frí í viku)
  • Laus 50% staða kennara með sérhæfingu á leikskólastigi
  • Laus 100% staða kennara með sérhæfingu á leikskólastigi
  • Laus 50% staða tónlistarkennara

Meginverkefni eru að vinna að farsæld, uppeldi og menntun leikskólabarna. Viðkomandi kennarar taka þátt í að móta og skipuleggja faglegt starf innan leikskólans. Leikskólinn Leikholt er þriggja deilda leikskóli. Á hverri deild eru um 7 – 16 börn. Á leikskólanum eru um 40 nemendur frá aldrinum 1. árs til 6 ára. Við leikskólann vinnur samheldin hópur starfsmanna þar sem lögð er áhersla á samvinnu milli starfsfólks. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Búa yfir sérhæfðri hæfni á leikskólastigi og/eða yngri barna kennslu.
  • Vinnusemi og stundvísi
  • Kennslureynsla á leikskólastigi kostur 
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.

Æskilegt er að viðkomandi kennarar geti hafið störf sem fyrst.

Starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir um ráðningar hafa verið teknar. Um er að ræða tímabundin störf út skólaárið 2022 – 2023.

Umsóknir sendist á netfangið leikholt@leikholt.is. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Greta Ólafsdóttir, leikskólastjóri, í síma 486-5586, umsóknarfrestur er til og með 18. september 2022.

Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Ef enginn kennari sækir um auglýst kennslustarf við leikskóla þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að ráða í störfin einstakling sem ekki er kennari.