- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk. Nemendur eru rétt rúmlega 40 talsins og er þeim kennt í fjórum kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Við leggjum áherslu á að skapa og endurnýta úr því efni sem við fáum úr umhverfinu í kringum okkur. Yfirmarkmið skólans er að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Á heimasíðu skólans, www.thjorsarskoli.is, eru frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans.
Óskum eftir kennara í eftirfarandi stöður:
Íþróttir, útinám og jóga - Um er að ræða 50% stöðu kennara í íþróttum, útinámi og jóga frá 1. ágúst 2023. Ekki er um að ræða sundkennslu.
Umsjónarkennari á miðstigi - Um er að ræða 100% stöðu kennara frá 1. ágúst 2023. Helstu verkefni eru umsjónarkennsla með miðstigi, auk kennslu í íslensku, samfélagsfræði og textílmennt frá 1-7 bekk.
Tónmenntarkennari - Um er að ræða 20% stöðu kennara í tónmennt frá 1. ágúst 2023
Um er að ræða kennslu í 1-7 bekk. Helstu verkefni eru að annast og skipuleggja kennslu samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrár Þjórsárskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.
Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch, skólastjóri, sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 14. júní 2023. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og upplýsingum um fyrri störf sendist í tölvupósti á bolette@thjorsarskoli.is.