- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Lausar lóðir í Árneshverfi
Skeiða og Gnúpverjahreppur auglýsir lausar lóðir í Árneshverfi, Skeiða og Gnúpverjahrepp:
Hamragerði 1,3 og 5: Lóðirnar eru allar rúmlega 1000 m2 og á þeim má byggja einbýli á einni hæð ásamt bílskúr.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda í Árnesi er mjög stillt í hóf. Grunnur að gatnagerðargjöldum er byggingakostnaður á fermetra í vísitölu fjölbýlishúss samkvæmt útreikningi Hagstofunnar í febrúar 2016 kr 199.953. Lágmarksgjald fyrir einbýlishúsalóð er um 980.000 kr. Fyrir par/raðhúsalóð um 710.000 kr. Greiðsluskilmálar eru eftirfarandi: Innan þriggja mánaða frá undirskrift lóðarleigusamnings eða útgáfu byggingaleyfis skal greiða 25 % af álögðu gatnagerðargjaldi. Þegar lokið er lagningu bundins slitlags á viðkomandi götu skal greiða 75 % gjaldsins.
Nautavað 2: Lóðin er 4,7 ha að stærð og segir eftirfarandi um lóðirnar í greinargerð með deiliskipulagi: Eitt íbúðarhús skal vera á hverri lóð, ásamt bílskúr og auk þess er heimild fyrir einu til tveimur útihúsum fyrir dýr og fóður og einni vélageymslu. Íbúðarhús og bílskúr skulu vera að hámarki 400 m2 að stærð. Samanlögð stærð á útihúsi og vélageymslu má vera allt að 2000 m2 á hverri lóð.Nýtingahlutfall hverrar lóðar skal aldrei fara yfir 0,15. Smábýlabyggðin er hugsuð sem heilsársbyggð en ekki frístundabyggð
Frekari upplýsingar um skipulag á svæðinu má finna á heimasíðu Skeiða og Gnúpverjahrepps: www. skeidgnup.is – þjónusta – deiliskipulag
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um úthlutun lóða í Árnesi og Brautarholti skulu umsóknir vera skriflegar og koma fram í þeim nafn og heimilisfang umsækjanda ásamt því hvaða lóð er sótt um. Að jafnaði er það svo að fyrstur kemur fyrstur fær. Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra og koma þarf fram með glöggum hætti byggingaráform og byggingahraða.