- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Rúmgóðar einbýlishúsalóðir eru lausar til úthlutunar í fögru umhverfi í Árneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Meðf. er myndband sem sýnir þær. Myndband hér
Lóðirnar standa við göturnar Hamragerði og Heiðargerði, göturnar hafa nýlega verið malbikaðar. Hitaveita og ljósleiðaratengingar eru aðgengilegar. Í hverfinu er grunnskóli, sundlaug, verslun og samkomuhús. Gjaldfrjáls leikskóli er í 13 km fjarlægð. Íbúafjöldi í hverfinu er um 50 manns. Í sveitarfélaginu búa um 620 manns.
Lóðargjöldum er stillt mjög í hóf. Miðað við 200 fermetra hús ca 1.6 mkr. Fyrir utan tengingar við heitt og kalt vatn, ljósleiðara og rafmagn.
Selfoss er í um 40 km fjarlægð og Flúðir í um 20 km fjarlægð. Reykjavík er í um 100 km fjarlægð.