- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Í þéttbýliskjörnunum við Brautarholt og Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar lóðir. Í Árneshverfi eru níu rúmgóðar einbýlishúsalóðir tvær parhúsalóðir og tvær raðhúsalóðir lausar til umsóknar. Þær eru staðsettar við Hamragerði, Heiðargerði og Bugðugerði. Möguleiki er einnig á iðnaðarlóðum við jaðar hverfisins.
Grunnskóli sveitarfélagsins er staðsettur í hverfinu, ásamt sundlaug, félagsheimili og skrifstofu sveitarfélagsins. Matvöruverslun, tjaldsvæði og gistiþjónusta er einnig á staðnum. Vegalend að Selfossi er um 40 km og um 20 km að Flúðum.
Í Brautarholtshverfi eru lausar þrjár einbýlishúsalóðir við. Ein parhúsalóð og tvær til þrjár raðhúsalóðir. Lóðirnar eru allar staðsettar við Holtabraut. Auk þess eru tvær verslunarlóðir lausar í jaðri hverfisins við Malarbraut, þær liggja að þjóðvegi. Auk þess hafa verið lögð drög að tíu einbýlishúslóðum til viðbótar í hverfinu.
Í Brautarholti er starfræktur leikskóli sveitarfélagsins, þar er einnig sundlaug, félagsheimili, tjaldsvæði og gistiþjónusta. Vegalengd að Selfossi er um 26 km og um 20 km að Flúðum. Ljósleiðari hefur verið lagður um allt sveitarfélagið og greiðir sveitarfélagið inntökugjald hans umtalsvert niður. Hitaveita er aðgengileg í báðum hverfunum. Áform eru um að ljúka við lagningu bundins slitlags í hverfunum á næstu tveimur árum.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda er mjög stillt í hóf. Grunnur að gatnagerðargjöldum er byggingakostnaður á fermetra í vísitölu fjölbýlishúss samkvæmt útreikningi Hagstofunnar í febrúar 2016 kr 199.953. Lágmarksgjald fyrir einbýlishúsalóð er um 960.000 kr. Fyrir par/raðhúsalóð um 690.000 kr. Greiðsluskilmálar eru eftirfarandi Innan þriggja mánaða frá undirskrift lóðarleigusamnings eða útgáfu byggingaleyfis skal greiða 25 % af álögðu gatnagerðargjaldi. Þegar lokið er lagningu bundins slitlags á viðkomandi götu skal greiða 75 % gjaldsins.
Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi búa um 530 manns við öflugt mannlíf fagra náttúru og góðar samgöngur.
Nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps í síma 486-6100 netfang kristofer@skeidgnup.is