- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Í Undralandi eru um 50 nemendur frá 18 mánaða aldri á þremur deildum.
Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum.
Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarfinu. Leiðarljós okkar í Undralandi er umhverfið okkar og umhyggja.
Menntunar- og hæfniskröfur
Möguleiki er á aðstoð við húsnæðisleit.
Ef ekki fást leikskólakennarar er möguleiki að ráða leiðbeinendur tímabundið.
Vakin er athygli á stefnu sveitrfélagsins um jafnan hlut kynja í störfum hjá sveitarfélaginu.
Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til 15. október 2024
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar gefur Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri í síma 480-6620, 898-3077.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra jona@undraland.is