- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 77,5% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er afleysingarstaða ásamt föstum tímum inn á yngri deildinni (1 árs til 2ja ára).
Menntun og hæfniskröfur:
Meginverkefni:
Leikskólinn Leikholt er Grænfána leikskóli þar vinna 11 starfsmenn og þar ríkir góður vinnuandi, við leggjum áherslu á ART þjálfun, mikla málörvun og læsi og kennslu í gegnum leikinn. Einkunnarorð leikskólans eru: Gleði, vinsemd og virðing.
Frekari upplýsingar veitir Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri sími 486-5586/895-2995 og áhugasamir geta sent umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið leikholt@leikholt.is.
Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2017.