Leikskólakennara vantar í Leikholt frá og með 1. nóv. 2015

Leikholt logo
Leikholt logo

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara frá og með 1. nóvember 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennararéttindi áskilin.
  • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
  • Hafi áhuga og/eða reynslu til að leiða þróunarstarf.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi og hæfni í starfi með börnum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Meginverkefni:

  • Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn deildarstjóra.

Frekari upplýsingar veitir Elín Anna Lárusdóttir, sími 486-5586/895-2995 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið leikskoli@skeidgnup.is.

Umsóknarfrestur er til 22. október 2015.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.