Listrými - Myndlist fyrir alla - námskeið í heimabyggð

Listaverk nemenda þjórsárskóla  vorið  2017
Listaverk nemenda þjórsárskóla vorið 2017

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.

Á dagskrá Listrýmis veturinn 2017-18 eru fjölbreytt námskeið í teikningu, málun, mótun, tækniaðferðum og hugmyndaþróun. Flest námskeiðin í vetur eru í formi helgarnámskeiða þar sem fólk hefur tækifæri til að kynnast og kafa í viðfangsefnið yfir heila helgi. Kennt er í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þar sem aðstaðan  til sköpunar er góð, auk þess sem bækurnar og sýningarnar á safninu gefa möguleika á nánari tengslum við listaverk og sögu.

Öll heimili í Árnessýslu og Rangárvallasýslum ættu nú að vera búin að fá nýja bækling Listrýmis í hús en honum er dreift nú í vikunni. 

Námskeiðin sem boðið er upp á í vetur eru: Myndin í huganum - Teiknun og málun, Litir og flæði - Vatnslitamálun 1, Málverk og sköpun - Blönduð tækni, Masterclass - Olíumálun, tækni og aðferðir, Anatómía og módel - Teiknun og málun, Kafað í djúpið - Vatnslitamálun 2, Mótun – Lágmyndagerð og Litir og form - Olíumálun. Einnig er vilji fyrir því að auka við námskeiðsúrvalið, líka fyrir börn og eru allar hugmyndir vel þegnar í því sambandi.

Leiðbeinendur Listrýmis eru allir búsettir á Suðurlandi en það eru þau Dagný Guðmundsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Jakob Veigar Sigurðsson og Mýrmann.

Verkefnisstjóri Listrýmis er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður, sem hefur langa reynslu af námskeiðahaldi á sviði myndlistar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

____________________________________________________ 

Nánari upplýsingar: 

Guðrún Tryggvadóttir verkefnisstjóri, sími 863 5490, gudrun@tryggvadottir.com

Inga Jónsdóttir safnstjóri, sími 895 1369, inga@listasafnarnesinga.is