Málþing um innleiðingu velferðartækni 26. og 29. maí 2017

Ungmenni í útiveru
Ungmenni í útiveru

Ágæti viðtakandi, Nú er tækifæri til að sitja málþing og fræðast um velferðartækni.   Á síðustu fimm til sjö árum hefur velferðartækni fengið stöðugt meiri athygli með tilliti til stjórnmála og fjölmiðla á Norðurlöndunum, en þrátt fyrir mikinn áhuga og aukna athygli hefur ekki eins mörgum lausnum verið hrundið í framkvæmd eins og við var búist.  Þau rúmlega 1.200 norrænu sveitarfélög sem um ræðir eiga í erfiðleikum með að breyta áhuga og tilraunaverkefnum, í nýja starfsvenju bæði fyrir starfsfólk og þjóðfélagsþegna.  

CONNECT-verkefnið í heild sinni fjallar um sum þeirra vandamála sem norrænu sveitarfélögin þurfa að takast á við í vinnu sinni með velferðartækni: Hvernig lækkum við kostnað við verkefni okkar? Hvernig tryggjum við að vitneskjan sem við öðlumst verði samþætt í skipulag sveitarfélagsins? Hvernig verðum við betri til að deila þekkingu okkar og reynslu, og láta af þeirri hugmyndafræði að hver og einn verði að finna upp hjólið aftur? Hvernig styrkjum við velferðartækni á sameiginlegum norrænum markaði? Hvernig tryggjum við að starfsfólkið líti á tæknina sem samherja? Spurningarnar eru margar og flóknar.

CONNECT safnar þessum hugmyndum saman og skapar þann fyrsta fullbúna norræna tækjabúnað til að sjá hvernig sveitarfélög geta á bestan mögulegan hátt unnið með velferðartækni. 

Dagana 26. maí og 29. maí  2017 er efnt til málþings á Akureyri og í Reykjavík um Connect verkefnið.

Akureyri, 26.maí 2017, kl. 12:30-15:30 í Hlíð Austurbyggð 17 (samkomusal).
Reykjavík, 29.maí 2017, kl. 12:30-15:30 í Norræna húsinu.
Dagskrá
Tími:
12:30-13:00     Léttar veitingar í boði fyrir þátttakendur.
13:00-13:10     Setning.
13:10-13:50   CONNECT – A complete best practice tool box for working with welfare 
technology. 
Dennis C. Søndergård Seniorrådgiver, Velfærdsteknologi. Nordisk Ministerråd.
13:50- 14:10  Innleiðing á velferðartækni hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 
Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
14:10-14:30  Innleiðing á velferðartækni í þjónustu við elda fólk á Akureyri. 
Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar.
14:30-14:50    Kaffi.
14:50-15:15  Framtíðarsýn í nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu, stefnumið og áherslur.
Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu.
15:15-15:30    Örkynningar á nokkrum verkefnum, m.a. frá hinum Norðurlöndunum.
 
Markhópur: Sveitarstjórnir, stjórnendur í velferðarþjónustu, notenda- og hagsmunasamtök og aðrir sem 
áhuga hafa á framþróun, ráðgjöf og stuðningi við notendur velferðarþjónustu.

Hlökkum til að sjá sem flesta og vinsamlegast skráið ykkur. Skráning á málþing (smellið hér).

Dagskráin er líka hér 

 

Á heimasíðu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar 
(www.nordicwelfare.org) er samantekt sem byggir á 
reynslu 10 sveitarfélaga á Norðurlöndum. 
Leiðbeiningarheftið er einskonar verkfærakista um 
innleiðingu á velferðartækni hjá sveitarfélögum.