- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Creditinfo hefur um árabil veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu. Þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að hljóta slíka vegtyllu eru nokkur. Þau þurfa að vera skráð hlutafélög, hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára og þau þurfa að hafa skilað hagnaði næstliðin þrjú ár. Líkur á vanskilum þurf að vera hverfandi litlar. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð. Skilyrði era að eignir séu ekki undir 80 milljónum króna þrjú ár í röð.
Tvö fyrirtæki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja að þessu sinni. Verktakafyrirtækið Nesey ehf og verslunar- og þjónustufyrirtækið Landstólpi ehf í Gunnbjarnarholti.
Það kemur þeim sem til þekkja ekki á óvart að þau fyrirtæki sem hér eru nefnd skuli hljóta þennan heiður og eru þeim færðar árnaðaróskir að þessu tilefni. Fagmennska, reglusemi, framsýni og rík þjónustulund eru meðal þeirra kosta sem einkenna þessi fyrirtæki.
Sveitarstjóri