- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Sæl allir sveitungar og velunnarar gámaþjónustunnar.
Ég er næst nýjasti vinnumaður sveitarinnar og vinn á gámasvæðinu við að taka á móti og flokka þann úrgang sem þangað berst. Þetta er frískandi og skemmtilegt starf. Ég er ánægð með samstarfmenn mína og ykkur kæru sveitungar þið eruð alveg með á nótunum í flokkuninni. Það er kanski ekki alltaf hægt að vera viss því oft hefur flokkum verið skipt út fyrir nýja eða hert á reglum um flokka. En lífið er líka breytingum háð svo best er að vera vakandi fyrir nýjum siðum og flokkum. Það sem mig langar að biðla til ykkar um er: Að reyna að hafa flokkunina tilbúna og vel skilgreinda þegar þið mætið á gámasvæðið. Þá erum við ekki að borga fyrir loft og Gámarnir eru þá ekki að fara frá okkur hálfir að lofti. Betri og hreinni úrgangur þýðir meiri verðmæti fyrir alla og betra að sjá út hve marga rúmmetra er um að ræða hverju sinni.
Svo hvet ég alla til að setja plokk í umhverfi okkar á lista nýársheita og þeir sem hafa verið duglegir að plokka gætu sett sér að plokka fleiri kíló á næsta ári en því sem er nýliðið.
Vil ég óska ykkur gleðilegs flokkunarárs og plokkið nú endilega plastið af girðingum og trjám. Gaman er líka að sjá að allir eru svo meðvitaðir um að henda rusli og halda náttúrunni sem hreinastri.
Nýárskveðjur frá Dísu gámakvendi