- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þá er nýtt sorphirðudagatal komið á heimasíðuna okkar. Upplagt fyrir alla að hengja á ísskápinn hjá sér. Sorphirða verður með svipuðu móti og liðið ár; bæði almennt og flokkað sorp sótt á 8 vikna fresti. Dagatalið má finna hér
Að gefnu tilefni minnum við á að við (íbúar) berum sjálf ábyrgð á því að ílátin séu snyrtileg, hægt sé að komast auðveldlega að þeim, moka frá ef það er snjór og fleira slíkt. Bíllinn á bara að tæma úr karinu, ekki hirða sorp sem búið er að raða í kringum karið eða setja í haug við hliðina á því.
Ef karið er alltaf yfirfullt þarf að huga að öðrum möguleikum, þeir eru nokkrir og fara eftir eðli málsins:
# Kaupa minna inn til bús og/eða heimilis - hringrásin þarf að byrja þar
# Ef það er almenna ruslið sem er alltaf fullt mætti etv. efla flokkun svo að plast og pappatunnur nýtist betur, enda plast og pappi mun ódýrari flokkar að vinna úr en sá almenni.
# Ef við erum búin að taka til í bæði innkaupum og í flokkun, þarf að ákveða hvort við eigum möguleika á því að fara með sorpið á grenndarstöðvar þegar körin eru full heimavið, nú ef það hentar alls ekki þá mætti huga að því að kaupa stærra ílát en sá kostur er sá dýrasti fyrir alla aðila, en gjaldskrá fyrir auka tunnur eða stærri tunnur má finna hér.