Fimmtudaginn 13 mars frá kl 16-18 verður húsnæði Þjórsárskóla opið þar sem gestir og gangandi geta komið og skoðað þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæði skólans.
Gaman væri ef eldri útskrifaðir nemendur, fyrrum kennarar og starfsfólk sæi sér fært um að koma og skoða skólann í þeirri breyttu mynd sem hann er í dag.
Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga leika sýnishorn úr náminu með Magneu Gunnarsdóttur
Kennarar verða á staðnum til að sýna breytingarnar og léttar veitingar verða í boði.
Öll velkomin og hlökkum til að sjá ykkur