Opinn fundur um vegamál 25. júní

Opnum fundi um vegamál í Árnesi er frestað til þriðjudags 25. Júní kl 20:00.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps boðar til fundar um vegamál í Árnesi þriðjudaginn 25. júní kl 20.00.

Til fundarins eru boðaðir alþingismenn Suðurkjördæmis.

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Lögreglustjórinn á Suðurlandi mæta til fundarins auk samgöngunefndar SASS.

Dagskrá:

1. Sveitarstjóri og oddviti opna fundinn og greina frá tilefni hans.

2. Formaður samgöngunefndar SASS. Sæmundur Helgason

3. Fulltrúar vegagerðarinnar greinir frá verkefnum Vegagerðarinnar í viðhaldi og nýframkvæmdum á Suðurlandi. Sérstaklega verður fjallað um tengivegi í héraðinu.

4. Fulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi. Hættur á vegum

5. Alþingismenn kjördæmisins.

6. Fyrirspurnir.

 

Fundarlok

 

 

Fundurinn er öllum opinn

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps