Ráðherra heimsækir Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra Umhverfis-,Orku-, og loftslagsmála heimsótti Skeiða- og Gnúpverjahrepp þriðjudagskvöldið 14. maí. Tilefni heimsóknarinnar var formleg undirritun Stjórnunar- og verndaráætlun landslagsverndarsvæðisins í Þjórsárdal.  Leiðarljós fyrir áætlun þessa er að varðveita einstök náttúru- og menningarverðmæti Þjórsárdals, efla fræðslu, lýðheilsu og góða upplifun gesta í samstarfi við hagsmunaaðila svo allir hafi kost á að njóta verðmæta landslagsverndarsvæðisins um ókomna framtíð. 

Stjórnunar- og verndaráætlunina má finna hér en einnig er hægt að nálgast hér kort af göng- hjóla og reiðleiðum á svæðinu.

Við sama tækifæri fékk ráðherra kynningu á Jarðgerði - hringrásarverkefni lífræna úrgangsins í sveitarfélaginu og vígði vélina formlega.

 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af undirritun og vígslu, en eftir það var haldinn stuttur spjallfundur og nýtti Axel Á. Njarðvík, sveitarstjórnarmaður tækifærið og gaf ráðherra bjöllu með myndum af kirkjum sveitarfélagsins  með hugvekju um heilindi í starfi ráðherra.