Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

Ferðamáti eldri tíma
Ferðamáti eldri tíma

Strætókort. Samþykkt samhljóða að styrkur til framhalds- og háskólanema til kaupa á strætókortum verði kr. 28.600 fyrir hvern einstakling.  Skólaárið 2018- 2019. Skilyrði fyrir styrkveitingu er staðfesting viðkomandi skóla um námsvist. 

Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

1. gr.
Námsmenn sem skráðir eru til náms í framhaldsskóla eða háskóla á höfuðborgarsvæðinu og eru með
lögheimili í Skeiða-og Gnúpverjahreppi eiga þess kost að fá styrk til kaupa á námsmannakorti allt að
28.600,- kr. sem veitir aðgang að almenningsvögnum Strætó bs. á Höfuðborgarsvæðinu.
Háskólinn sem umsækjandi stundar nám við, þarf að útskrifa nemendur á háskólastigi, eða námið
vera lánshæft hjá LÍN minnst 20 ECTS.
Námsmenn í símenntunarmiðstöðvum og framhalds- og listaskólum þar sem nemendur eru ekki
lánshæfir hjá LÍN eiga ekki kost á nemakorti. Nemendur í fjarnámi eiga ekki kost á námsmannakorti.
Nemendur í grunnskóla, sem taka námskeið eða námsgrein(ar) í framhaldsskóla, eiga ekki kost á
námsmannakorti.
2.gr.
Verð á námsmannakorti sem gildir til strætófargjalda í sex mánuði skólaárið 2018 – 2019 er 28.600
kr,- . Styrkur til kaupa á námsmannakorti miðast við það.
Með umsókn þarf að fylgja frumrit kvittunar fyrir kaupum á námsmannakortinu, og staðfesting skóla
um nám umsækjanda.
Reglurnar gilda fyrir skólaárið 2018-2019.