Rof á ljósleiðarasambandi milli Árness og Brautarholts

Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn

Um þessar mundir er unnið að uppfærslu búnaðar við ljósleiðara í Árnesi og Brautarholti. Sú uppfærsla gerir Vodafone kleift að bjóða notendum 1Gb ljósleiðaratengingar en núverandi búnaður býður aðeins upp á 100 MB tengingar. 

Af þessum sökum mun samband á milli Árness og Brautarholts rofna, um kl. 01.00 aðfararnótt miðvikudags 2. júní nk. Á meðan þessari vinnu stendur munu viðskiptavinir okkar sem tengdir eru Brautarholti missa netsamband, en notendur sem tengjast Árnesi verða ekki fyrir neinni truflun. Að þessari vinnu lokinni munu starfsmenn Vodafone setja sig í samband við viðskiptavini sína og færa þá einn af öðrum yfir á nýja búnaðinn. Reiknað er með því að færa fyrsta notanda strax fimmtudaginn 3. júní.