- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Frá því á haustdögum hefur samstarfsverkefni milli Flúðaskóla og Seyruverkefnisins verið í undirbúningi. Fljótlega eftir að hugmyndin um verkefnið var fædd, var Holbæk Lilleskole í Danmörku með í ferlinu og tók vel í hugmyndir um verkefnið og samstarf.
Fyrir áramót fékkst styrkur frá Nordplus Language fyrir tvo kennara til að fara á undirbúningsfund með danska skólanum. Þar voru lögð drög að verkefninu Slam! en það er heitið yfir seyru á dönsku en vísar jafnframt í orðið skellur (danskt talmál og enska m.a.).
Megináhersla verkefnisins er samþætting námsgreina í báðum skólum og samstarf við Seyruverkefnið með áherslu á vatnssóun, vatnsskort og sjálfbærni.
Í upphafi þessa árs, sótti Flúðaskóli um styrk fyrir verkefnið hjá Nordplus Junior sem styrkir bekkjarsamstarf á milli Norðurlanda og fleiri landa í Evrópu( https://www.nordplusonline.org/programmes/junior/ ). Nú hafa okkur borist þær gleðifréttir að Nordplus Junior hefur veitt okkur góðan styrk og hlökkum við mikið til að takast á við fjölbreytnina sem slíkt verkefni bíður upp á í kennslu.
Skólasamfélag Flúðaskóla á örugglega eftir að verða vart við verkefnið á ýmsum vettvangi og við vonumst eftir þátttöku og áhuga.
Anna og Sigga Steina, Flúðaskóla