Merki Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun samtakanna
- Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana stjórnar
- Stefnumótunarvinna og áætlunargerð s.s. fjárhagsáætlanir, starfsáætlanir og stefnumörkun
- Hagsmunagæsla fyrir landshlutann
- Samskipti og samstarf við hagaðila s.s. sveitarfélög, opinberar stofnanir, atvinnulíf og aðra hagaðila
- Ábyrgð á framkvæmd samningsbundinna verkefna sem SASS er aðili að
- Undirbúningur stjórnarfunda og úrvinnsla eftir þá
- Önnur verkefni í samráði við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Mjög góð þekking á Suðurlandi, samfélagi og atvinnulífi
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum
- Þekking og reynsla af atvinnu-, menningar- og/eða byggðamálum er æskileg
- Góð þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Mjög góð samskipta- og leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs
- Frumkvæði, jákvæðni, drifkraftur og metnaður
- Heiðarleiki og gott orðspor
- Gott vald á tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku
https://intellecta.is/storf/nanar-um-starfid/?job_slug=17388561776450073144twZ