Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús

Hekla Ljósm Einar Bjarnason
Hekla Ljósm Einar Bjarnason

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða starfsmann  í áhaldahús
Verkefni 

  • Umhirða og viðhald eigna sveitarfélagsins. Um ræðir fasteignir, gatna, stíga- og veitukerfi auk landssvæða, girðinga og fjallaskála. Ásamt lausafé
  • Vinna við smærri viðhaldsverkefni og framkvæmdir
  • Innkaup á rekstrar- og viðhaldsvörum.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við sveitarstjóra

Hæfniskröfur

  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Aukin ökuréttindi – D1. Flokkur.  Vinnuvélaréttindi.
  • Skipulagsfærni og frumkvæði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð
  • Þekking á staðháttum er kostur
  • Búseta í sveitarfélaginu æskileg

Um 100 % starf er að ræða. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur til 6. nóvember næstkomandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri.  Í síma 486-6100 og 861-7150. Umsóknum skal skila á netfang sveitarstjóra, kristofer@skeidgnup.is