- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.
Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og 2 við Stóru-Laxá (svæði AF4); Aðalskipulagsbreyting – 2206009
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem tekur til veiðihúss við Stóru-Laxá. Í breytingunni felst leiðrétting á skráningu svæðisins AF4 innan greinargerðar aðalskipulags auk þess sem heimilaður fjöldi gistirýma innan svæðisins er aukinn. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með. Skipulagsstofnun hefur staðfest niðurstöðu sveitarstjórnar.
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. ágúst 2022 að kynna skipulagslýsinu vegna fyrirhugaðrar breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst breyting á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti með það að markmiði að auka heimildir innan svæðanna. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfilt (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521).
Málin eru skipulagsmál í kynningu frá 25. ágúst 2022 til og með 16. september 2022.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og Skarð 2; Deiliskipulag – 2202036
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur lóðar Strands veiðihúss. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að byggja veiðihús allt að 400 m² á einni hæð. Auk þess er heimilt viðhald og stækkun núverandi húss um allt að 30 m². Mænishæð húsa skal ekki yfirstíga 6,0 m frá gólfplötu. Nýtingarhlutfall lóðar verði mest 0,2. Ekki skal byggja nær lóðamörkum en í tveggja metra fjarlægð. Gólfkóti húsa skal taka mið af flóðahættu vegna nálægðar við Stóru-Laxá og skal ákveðinn í samráði við byggingarfulltrúa.
Málið er skipulagsmál í auglýsingu frá 25. ágúst 2022 með athugasemdafrest til og með 7. október 2022.