Skipulagsauglýsing

Teikningar og skipulag
Teikningar og skipulag

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt tillaga aðalskipulagsbreytingar, tillögur nýrra deiliskipulagsáætlana og skipulagslýsing eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Selhöfðar í Þjórsárdal; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2106076

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði í mynni Þjórsárdals. Innan svæðisins er gert ráð fyrir uppbyggingu á þjónustumiðstöð. Samhliða er lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til svæðisins. í breytingunni felst að sett er inn nýtt verslunar- og þjónustusvæði VÞ26 og skógræktar- og landgræðslusvæðið SL17 minnkað samsvarandi. Felld er út aðkoma að Selfit og verður hún sameiginleg með aðkomu að þjónustumiðstöð við Selhöfða. Settur er inn nýr vegur frá þjónustumiðstöð að hóteli í Reykholti. Reiðleið er færð nær Þjórsárdalsvegi á kafla en að öðru leyti er hún aðlöguð að nýjum vegi að Reykholti. Gert er ráð fyrir gönguleið frá afþreyingar- og ferðamannasvæði í Sandártungu (AF9) yfir VÞ26 og að afþreyingar- og ferðamannasvæði í Selfit (AF10).

Aðalskipulagsbreyting – greinargerð

Aðalskipulagsbreyting – lýsing

  1. Selhöfðar í Þjórsárdal; Þjónustumiðstöð; Deiliskipulag – 2110091

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að kynna tillögu er varðar nýtt deiliskipulag að Selhöfðum í Þjórsárdal. Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til ferðamannasvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal á um 52 ha svæði þar sem m.a. gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð sem þjóna muni öllum Þjórsárdal. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þjónustumiðstöð, gistihúsi/smáhúsi, aðstöðuhúsi auk salernishúsa og spennistöðvar.

Deiliskipulag – uppdráttur

Deiliskipulag – greinargerð

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. 

Málin eru skipulagsmál í kynningu frá 1. desember 2022 til og með 22. desember 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU