Skipulagsauglýsing

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

1. Gröf og Laxárhlíð; Víðihlíð 1-15 og Reynihlíð 3; Deiliskipulagsbreyting – 2401070
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. febrúar 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Grafar og Laxárhlíðar á reit M2 sem telst til landnotkunar miðsvæðis innan þéttbýlisins að Flúðum. Breytingin varðar lóðir Víðihlíðar 1-15 og Reynihlíðar 3. Í breytingunni felst sameining 7 lóða í 2 lóðir. Núverandi landnotkun lóðanna samkvæmt deiliskipulagi gera ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsum á tveimur hæðum með heimild fyrir íbúðum á efri hæð. Fjölbýlishúsum á tveimur hæðum, einbýlishúsum á einni hæð og raðhúsi á einni hæð. Eftir breytingu er gert ráð fyrir að eftir standi heimild fyrir uppbyggingu á verslunar- og þjónustuhúsum og 2-3 hæðum. Hús skulu vera með
mænisþaki í langstefnu húss. Hámarkshæð í mæni er 14m. Mesta vegghæð
langveggja er 10m. Breidd húsa getur verið 12-15m og lengd húsa allt að 60m.
Skal annað af tveimur húsum alltaf vera inndregið miðað við aðliggjandi
hús eða vera snúið um 90°. Þakkvistir, svalir og utanáliggjandi tröppur eru heimilar.
Heimild er fyrir tengibyggingum milli húsa fyrir stigagang eða álíka og þar er þakform
frjálst. Á hótelinu er gert ráð fyrir 200 herbergjum og 500 gistieiningum.

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér tilkynnt um gildistöku eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga:

2. Úthlíð L167514; VÞ15 breyttar heimildir; Aðalskipulagsbreyting – 2209074
Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan jarðar Úthlíðar tók gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 5. janúar 2024. Í breytingunni fólst að hluta verslunar- og þjónustusvæðisins er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði þar sem heimild er fyrir hjólhýsasvæði og tjaldsvæði. Þá er afmörkun verslunar- og þjónustusvæðisins breytt og byggingarheimildir uppfærðar. Í Úthlíð er mikil frístundabyggð og einnig ýmiss konar þjónustustarfsemi tengd henni. Markmiðið með breytingunni var að efla starfsemi og þjónustu í Úthlíð.

3. Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskipulagsbreyting – 2103067
Sveitstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem tekur til stækkun Lönguhlíðarnámu E19 í landi Eyvindartungu. Í breytingunni fólst að náman stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3.

4. Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018
Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem tekur til fjallaskála í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti tók gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 6. febrúar 2024. Um er að ræða breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur, AF17 Hallarmúli, AF18 Sultarfit, AF19 Skeiðamannafit, AF20 Gljúfurleit, AF21 Bjarnalækjarbotnar, AF22 Tjarnarver og AF23 Setrið. Að auki er bætt við skálum í greinargerð aðalskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu en heimilt verði að viðhalda núverandi mannvirkjum. Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni var að fjölga gistiplássum í fjallaskálum í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags. Settur er rammi utan um mannvirki á hverju svæði fyrir sig og skilgreindir skilmálar um uppbyggingu þeirra og viðhaldi til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skálanna eru sett inn á uppdrátt aðalskipulags og einnig er heimild veitt fyrir minniháttar efnistöku vegna úrbóta á aðkomuvegum.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins eða á heimasíðu embættisins hér. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar skipulagsgatt.is/.

Mál 1 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 15. febrúar 2024 með athugasemdafresti til og með 29. mars 2024.

Mál 2 – 4 innan auglýsingar eru tilkynningar um samþykkt og/eða gildistöku aðalskipulagsbreytinga.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU