Skipulagsauglýsing

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga deili- og aðalskipulagsáætlana eftirfarandi skipulagsáætlana:

1. Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027; Flokkun landbúnaðarlands og votlendis; Aðalskipulagsbreyting – 2411023
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir á fundi sínum 18. nóvember skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til flokkunar landbúnaðarlands og skilgreiningar á hverfisvernd vegna votlendis innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Hægt er að skoða og koma á framfæri ábendingum við flokkunina í gegnum vefsjá verkefnisins, hlekkur á vefsjánna fylgir rafrænni útgáfu auglýsingarinnar.
https://experience.arcgis.com/experience/ffde7951a3ba4f24b4aa3d1ee8758e7c/page/Grunnflokkun-landb%C3%BAna%C3%B0arlands/

2. Laugardælur - hverfi; Nýr aðkomuvegur; Deiliskipulag – 2411053
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir á fundi sínum 3. desember skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til lands Laugardæla L166253. Í deiliskipulaginu felst nýr aðkomuvegur að Laugardælum en núverandi vegur mun leggjast af á stórum hluta með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Nýi vegurinn mun tengjast mislægum gatnamótum þar sem núverandi Hringvegur, Austurvegur og nýi Hringvegurinn munu mætast. Núverandi aðkomuvegur mun að hluta til leggjast af og breytast í göngu- og hjólastíg sem mun fara í undirgöng undir nýjan veg.

3. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Stækkun á Búðanámu; Aðalskipulagsbreyting – 2411052
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir á fundi sínum 4. desember skipulagslýsingu til kynningar sem felur í sér stækkun á Búðanámu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Búðafossvegi. Stærð námunnar er 1 ha og heimiluð efnistaka er 50.000 m3. Náman verður stækkuð í 4,5 ha og efnismagn sem heimilt verður að taka er hækkað í 60.000 m3.

4. Reykir L166491; Breytt landnotkun, skógrækt í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2311057
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir á fundi sínum 4. desember tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar hluta skógræktarsvæðis í landi Reykja L166491. Í breytingunni felst að hluti skógræktarsvæðis breytist í frístundasvæði. Tillaga deiliskipulags er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari.

5. Reykir L166491; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2411063
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir á fundi sínum 4. desember tillögu nýs deiliskipulags til kynningar sem tekur til Reykja L166491 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar verða fjórar frístundalóðir austast í landinu sem liggja að Sandlæk. Aðalskipulagsbreyting er lögð fram samhliða deiliskipulagi þessu.

6. Stórholt 2 L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2406093
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir á fundi sínum 4. desember tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar sem tekur til land Stórholts 2 L236857 í landi Úteyjar 1. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha.

7. Reitur ÍB3 Flúðum; Íbúðarsvæði í þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2411078
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkir á fundi sínum 5. desember 2024 skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til breytinga á landnotkun innan þéttbýlismarka á Flúðum. Innan lýsingarinnar er gert ráð fyrir skilgreiningu svæðis fyrir þjónustustofnanir innan hluta íbúðarsvæðis ÍB3. Á svæðinu verði gert er ráð fyrir uppbyggingu á hjúkrunarheimili, dvalarheimili, félagsþjónustu og íbúðum fyrir aldraða.

8. Kópsvatn 2 L166793; Breytt skilgreining námu E28; Aðalskipulagsbreyting – 2408034
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkir á fundi sínum 5. desember 2024 tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Með breytingunni verður efnistökusvæðið E28 á Kópsvatni stækkað úr 1,5 ha í um 24 ha. Svæðið sem um ræðir er í gildandi skipulagi landbúnaðarland. Heimilt verður að vinna allt að 300.000 m3 af efni. Mikil þörf er fyrir góðar efnisnámur í uppsveitum Árnessýslu vegna byggingar íbúða og gatnagerðar, einkum á Flúðum og í Reykholti. Náman er með framkvæmdaleyfi fyrir vinnslu á 50.000 m3 af efni. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður send fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar.

9. Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag – 2408104
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir á fundi sínum 4. desember að kynna tillögu deiliskipulags sem tekur til lands Fells - Engjaholts L177478 sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Á reit 3 er gert ráð fyrir hóteli og þjónustuhúsi á 3 - 4 hæðum þar sem gert er ráð fyrir því að geta tekið við allt að 200 gestum. Auk þess er gert ráð fyrir því að á reitnum verði gert ráð fyrir baðlaugum sem verði þjónustaðar af hótelinu. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 15-20 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Biskupstungnabraut til að mynda tengingu á milli svæðanna.

Samkvæmt 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

10. Haukadalur 3 L167099; Skilgreining lóðar og byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2411016
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir á fundi sínum 4. desember viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem tekur til lóðar Haukadals 3B í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og verður 36.650 m2 að stærð. Á lóðinni er heimilt að reisa íbúðarhús ásamt aukahúsum s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi máls:

11. Grímsborgir í landi Ásgarðs; Breytt nýtingarhlutfall; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2311053
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir á fundi sínum 20. nóvember viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem tekur til Grímsborga í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst leiðrétting á innsláttarvillu innan greinargerðar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem tekur til svæðis VÞ7 þar sem nýtingarhlutfall er skilgreint 0,05 en hefði átt að vera skilgreint 0,1 sbr. meðfylgjandi breytingu og rökstuðningi þess efnis. Lögð eru fram uppfærð gögn við afgreiðslu málsins.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. 

Mál 1 – 9 innan auglýsingar eru mál í kynningu frá 12.12.2024 með athugasemdafresti til og með 3.1.2025.
Mál 10 innan auglýsingar er mál í auglýsingu frá 12.12.2024 með athugasemdafrest til og með 24.1.2025.

Mál 11 er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar aðalskipulagsbreytingar.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita