Skipulagsauglýsing 3. nóvember 2021

Teikning
Teikning

Miðvikudaginn 3. nóvember auglýsir UTU eftirfarandi skipulagsbreytingar:

Kílhraun land L191805, Áshildarvegur 2-26 - Aðalskipulagsbreyting - Úr frístundabyggð í íbúðabyggð

Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps samþykktir á fundi sínum þann 20. október 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Áshildarvegar 2-26 í landi Kílhrauns, L181705. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði.

Málið er skipulagsmál í kynningu og er athugasemdafrestur við kynningu til og með 26. nóvember 2021.

Uppdráttur 

Kílhraun land L191805, Áshildarvegur 2-26 - Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 23. júní 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar samhliða tillögu á breytingu aðalskipulags innan svæðisins. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að frístundalóðir breytist í íbúðarhúsalóðir. Gert er ráð fyrir bygginarheimild fyrir íbúðarhús allt að 350 fm og 60 fm aukahúsi.

Málið er auglýsing og er auglýst frá 3. nóvember til og með 17. desember 2021

Uppdráttur 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.utu.is. 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU, Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulagsfulltrúi UTU