- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags:
Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa, aðalskipulagsbreyting – 2301064
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí að kynna skipulagstillögu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í landi Brjánsstaða lóðar 4 L213014 (Hádegishóll). Með breytingunni verður skilgreint 1 ha verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir fasta búsetu, gestahús fyrir allt að 50 gesti og þjónustuhús. Markmið með breytingunni er að efla atvinnustarfsemi og bæta þjónustu við íbúa og gesti.
Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2305083
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni fellst að heimild fyrir gistingu í flokki II verður felld út innan íbúðarbyggðar. Heimild fyrir gistingu í flokki II í frístundabyggð er heimil ef lóðarhafar eru því samþykkir og gert er ráð fyrir sölu gistingar í deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina. Gera þarf endurbætur á tengingu Þjórsárdalsvegar við Skeiða- og Hrunamannaveg vegna mikillar umferðar og vegna þess hve umferð kemur til með að aukast með tilkomu hótels og ferðaþjónustu í Þjórsárdal. Einnig er fyrirhuguð bygging á Hvammsvirkjun með nýrri vegtengingu yfir Þjórsá. Þær breytingar munu skapa forsendur fyrir uppbyggingu atvinnu á svæðinu og umferð um Þjórsárdalsveg verður enn meiri
Málin eru skipulagsmál í kynningu frá 1. júní 2023 með athugasemdafrest til og með 23. júní 2023.
Hlíð 1 Laufvallargil L220188; Tvö frístundahús og aukahús; Deiliskipulag – 2303077
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðarinnar Laufvallargils L220188. Innan skipulagsmarka eru afmarkaðar tvær lóðir og einn byggingarreitur á hvorri lóð. Fjarlægð byggingarreitanna frá lóðamörkum er hvergi minni en 10.0 m. Á hvorri lóð er heimilt að byggja eitt frístundahús allt að 120 m² að stærð á einni eða tveimur hæðum. Mænishæð er mest 6.0 m, mælt frá gólfplötu. Einnig eru tvö aukahús, gestahús, geymsla eða baðhús. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0.03. Heimilt er að leigja út gistingu til ferðamanna. Lóðin er staðsett innan landbúnaðarlands samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags.
Málið er skipulagsmál í auglýsingu frá 1. júní 2023 með athugasemdafrest til og með 14. júlí 2023.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU