- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þjórsárskóla var slitið í dag 31 maí í félagsheimilinu Árnesi. Í ræðu skólastjóra Bolette Hoeg Koch kom fram að skólastarfið hefur gengið vel á skólaárinu, en 47 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og verða að öllum líkindum jafnmargir næsta vetur. Kennsla fer fram í 1-7 bekk í skólanum. Nemendum hefur heldur fjölgað á síðustu árum. Við skólaslitin söng allur nemendahópurinn nokkur lög undir stjórn Guðmundar Pálssonar tónlistarkennara.