- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Auglýst er eftir öflugum stjórnanda til að leiða faglegt tónlistarstarf og halda þétt utan um rekstur eins stærsta
og umsvifamesta tónlistarskóla landsins. Ráðið er í stöðuna til fimm ára og usóknarfrestur rennur út í kvöld kl. 24:00
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Daglegur rekstur skólans
• Áætlanagerð, stjórnunstarfsfólks, skipulagningstarfsemi
• Leiða faglegt tónlistarstarfskólans
• Samskipti við sveitarfélög oggrunnskóla
• Önnur tilfallandi verkefni semsnerta stjórnun skólans
Menntunar- og hæfnikröfur
• Tónlistarmenntun á háskólastigi (kennari 3)
• Stjórnunarmenntun og stjórnunarreynsla æskileg
• Kunnátta á Sibelius, DaCapo og Tónalaun er kostur
• Innsæi í starfsemi tónlistarskóla og þróun tónlistarnáms æskilegt
• Leiðtogafærni og geta til að hrífa fólk með sér
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Fagmennska, metnaður og frumkvæði
• Hugmyndaauðgi og framsýni
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Upplýsingar veitir:
Leifur Geir Hafsteinsson
leifurgeir@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. október nk.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar
blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn
hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfniskröfur starfsins.
Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti
tónlistarskóli landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um
30 kennarar starfa að jafnaði við sex deildir skólans sem spanna vítt svið hljóðfæra og tónlistarstefna.
Skólinn leggur mikið upp úr hlutverki sínu sem einn af hornsteinum fjölbreytts og skemmtilegs tónlistarlífs
í Árnessýslu og sinnir því meðal annars með kröftugu tónleikahaldi, menningarsamskiptum við vinaskóla
erlendis og nútímalegum áherslum í stefnumótun og framtíðarsýn skólans.