Vetrarveður í Skeiða- og Gnúpverjareppi
Bakvakt almannavarnadeildar vekur athygli á spá veðurstofunnar, sjá tilkynningu Veðurstofunnar í viðhengi. Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi: Viðvörun: Búist er við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á landinu síðdegis á morgun ( föstudag) og ofsaveðri (meðalvindi yfir 28 m/s) við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.
Nánar um útlitið:
Það er hæglætisveður á landinu í dag, en á morgun syrtir í álinn, þegar djúp lægð
(niður undir 940 mb) nálgast landið úr suðri.
Búist er við ofsaveðri (meðalvindur yfir 28 m/s) síðdegis á morgun með S-ströndinni.
Hviður geta farið yfir 50 m/s við Öræfajökul og undir Eyjafjöllum. Úrkoma á þessum
slóðum byrjar sem snjókoma, en færir sig yfir í slyddu með tilheyrandi krapa á
vegum. Það verður því ekkert ferðaveður með S-ströndinni síðdegis á morgun. Versta
veðrið verður syðst, en það hvessir einnig annars staðar á landinu og undir kvöld
verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og
síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið.
Athygli er einnig vakin á því að á laugardaginn er útlit fyrir norðan storm með
stórhríð á N-verðu landinu, en S-lands verða stöku él og skafrenningur. Austfirðir
gætu sloppið framan af laugardegi í mun hægari vindi, en síðdegis á laugardag hvessir
einnig þar með ofankomu. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti
til, en þá má búast við talsverðu frosti.
Á bls. 2 í slóðinni má sjá myndatextann: Rauðir og gulbrúnir litir tákna hættulegasta vindinn.
Vindaspá þessi er reiknuð af Veðurstofu Íslands með Harmonie veðurlíkaninu.
Spáin uppfærist fjórum sinnum á sólarhring og má alltaf sjá
nýjustu kortin á slóðinni:
http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=vindur