Starfs forstöðumanns þjónustustöðvar laust til umsóknar.

Úr Þjórsárdal
Úr Þjórsárdal

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir starfs forstöðumanns þjónustustöðvar laust til umsóknar. Verkefni forstöðumanns

  • Umsjón og eftirlit með eignum sveitarfélagsins. Þar eru meðtaldar fasteignir,gatna- og veitukerfi auk landssvæða.
  • Umsjón framkvæmda
  • Umsjón Sorpþjónustu
  • Rekstur áhaldahúss
  • Umsjón vinnuskóla
  • Samskipti við verktaka
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við sveitarstjóra

Menntunar – og hæfniskröfur

  • Sveinspróf ásamt reynslu í bygginga- og/eða málmiðngreinum
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Aukin ökuréttindi
  • Skipulagsfærni og frumkvæði.
  • Hreint sakavottorð
  • Þekking á staðháttum er kostur

Undir þjónustumiðstöð Skeiða- og Gnúpverjahrepps heyrir öll þjónusta og umsjón eigna og framkvæmda á vegum sveitarfélagsins. Þar eru meðtaldar allar fasteignir, veitur og landeignir ásamt ýmsu lausafé. Auk þess sorpþjónusta við íbúa og fyrirtæki. Umsjá vinnuskóla tilheyrir þjónustumiðstöð. Þjónustumiðstöðin rekur áhaldahús sem starfrækt er í nýju og vel útbúnu iðnaðarhúsnæði.

Um 100 % starf er að ræða. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur til 6. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri.  Í síma 486-6100 og 861-7150. Umsóknum skal skila á netfang sveitarstjóra, kristofer@skeidgnup.is