- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þjórsárskóli auglýsir eftir starfsfólki í skólavistun.
Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-8. bekk. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Við leggjum áherslu á að nýta það efni sem við fáum úr Þjórsárdalsskógi og að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Yfir markmið skólans er að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því.
Helstu verkefni í starfi er að vera með börnum, sem stunda nám í 1.-4. bekk, við leik, spil og föndur.
Auk þess þarf viðkomandi að undirbúa og gefa börnunum hressingu og aðstoða þau við heimför.
Vinnutími er mánudaga frá 13:30 – 15:30 og fimmtudaga frá 12:40 – 16:00.
Nánari upplýsingar veita Bolette Höeg Koch, skólastjóri, sími 895 9660, netfang: bolette@thjorsarskoli.is
Öll eru hvött til að sækja um, umsóknarfrestur er til 31. janúar nk.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á að við ráðningu er heimilt að óska eftir upplýsingum úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.