- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Skógræktarinnar, Minjastofnunar Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa undanfarið unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal sem friðlýst var í janúar 2020. Svæðið er friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þess eru náttúruvættin Hjálparfoss, Gjáin og Háifoss og Granni.
Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun landslagsverndarsvæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um.
Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára.
Áætlunin er sett fram í samræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Hægt er að kynna sér drög að áætluninni og aðgerðaáætlun sem henni fylgir á heimasíðu Umhverfisstofnunar og eru allir hvattir til að senda inn athugasemdir/ábendingar.