- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skráningar á námskeiðin eru í gegnum Sportabler en þar er hægt að nota frístundastyrk sveitarfélagsins í greiðsluferlinu. Ákveðið verður með hverjum leiðbeinenda hvort námskeið falli niður ef þátttaka verður ekki nægjanleg.
Hér under má sjá flest öll námskeiðin sem eru í boði en þó vantar:
Landart og graffiti: aldur: þau sem kláruðu í vor 4.-7. bekk, vikan 19-23. júní
Námskeiðið er þannig uppbyggt að unnin er hugmyndavinna og útfærsla á henni. Við gerum útilistaverk sem sem getur verið allt frá því að finna efnivið í náttúrunni/umhverfinu sem við vinnum með og yfir í að gera myndverk með málningu á pallettur, gömul útihús, veggi osfr.
Áhersla er lögð á skapandi vinnu og frjálsa myndlist. Verkefni verða valin og framkvæmd í samstarfi við sveitarfélag, eigendur og með virðingu fyrir náttúru og umhverfi. Verð: 5.000,-
Leiðbeinandi: Ari Svavarsson, hönnuður og myndlistamaður. Hefur um 40 ára reynslu af grafískri hönnun og vöruhönnun, myndlist og skapandi smíðum í silfur, tré og járn.
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir/skeida
Frisbígolf námskeið: Örnámskeið 13. júní – fyrir alla ! Tilvalið fyrir þá sem vilja læra grunnatriðin og bæta leik sinn. Farið verður yfir mismunandi köst, grip og stöður og leiðbeint um tækni. Verð: 1.000,-
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir/skeida
Öllum þátttakendum stendur til boða að kaupa startpakka og tösku á 5.900kr
Fyrir þá sem vilja meira þá verður heilsdagsnámskeið á Flúðum, 20. júní. Skráning hér: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir/hrunamannahreppur/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTkxNDA=?
Ungmennafélag Skeiðamanna:
Verða með þessi námskeið:
Skráning á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir/umfskeidamanna
Hestamannafélagið Jökull: sumarnámskeið á Húsatófum, á Skeiðunum, og í Hrísholti, í Bláskógabyggð.
Sjá nánar sumardagskrá félagsins: https://shorturl.at/eMPT1
Skráningar fara fram í gegnum Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/hfjokull
5.-9. júní: Námskeið með hestum á Húsatóftum (hross á staðnum)
10.-11. júní: Námskeið með hestum á Húsatóftum (hross á staðnum)
12.-16. júní: Námskeið með hestum á Húsatóftum (hross á staðnum)
19.-23. júní: Hrísholt, fjörnámskeið með Oddu, endar á reiðtúr og grilli.
26.-30. júní: Hrísholt, seinni vika fjörnámskeiðs, endar á reiðtúr og grilli, Odda kennir.
Júlí:
keppnisnámskeið sem verða á vellinum á Flúðum. Auglýst síðar á fésbókarsíðu félagsins: https://shorturl.at/bdhsD og á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/hfjokull
Námskeiðin hér undir eru í Hrunamannahrepp: sum eru stutt eða um helgar og gæti því passað fyrir suma. Skráning hér: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir/hrunamannahreppur
Golfnámskeið hjá Golfklúbbnum Flúðum (GF): Hægt að velja milli námskeiða á laugardögum og einnig er eitt vikunámskeið: 12.-16. júní. Allir á nærsvæði (Flúðir, Reykholt)/nærsveitum Selsvallar eru velkomnir. Menn þurfa (helst) að hafa a.m.k. eina golfkylfu meðferðis. Reynum þó að hjálpa til eftir föngum.
Athugið að byrjendur eru frá kl. 10-12 og lengra komnir frá kl. 12-14
Unglingahreysti, Flúðum: Námskeið: 7. og 8. júní (miðvikudagur og fimmtudagur), kl. 13-16. Boðið verður upp á námskeið fyrir elsta stigið í grunnskóla (þau sem kláruðu 8.,9. og 10. bekk í vor.
Kennsla og þjálfun í notkun líkamsræktartækjanna í íþróttahúsinu á Flúðum. Bæði er farið stuttlega í þjálfunarfræði og verklega þjálfun. Eftir námskeiðið hafa þátttakendur æfingaáætlun til að æfa eftir í þreksalnum.
Eftir námskeiðið geta unglingar 14 ára og eldri æft einir í tækjasalnum en yngri þurfa að æfa með foreldri/forráðamanni. Verð: 4.000,-.
Leiðbeinandi: Geir Helgason menntaður einkaþjálfari frá Keilir.
Stuttmyndagerð, Flúðum: aldur: 14 ára og eldri, tveir hittingar: 11. og 18. júní, kl. 13 báða dagana.
Á þessu námskeiði verða kenndar helstu kvikmyndagerðareglur og hvernig er hægt að búa til kvikmyndaverk á ódýran hátt. Það verða kynntar nokkra kvikmyndir sem voru gerðar án mikils fjármagns og voru teknar upp á síma. Það verða æfingaverkefni áður en nemendur gera sína eigin stuttmynd. Verð: 4.000,-
Leiðbeinandi: Steinar Þór Kristinsson
Frisbígolf námskeið, Flúðum: Heilsdagsnámskeið 20. júní – fyrir alla ! Tilvalið fyrir þá sem vilja læra grunnatriðin og bæta leik sinn. Farið verður yfir mismunandi köst, grip og stöður og leiðbeint um tækni. Verð: 4.000,-
Sýnikennsla og svo æfingar þar sem leiðbeinandi fer á milli og sinnir hverjum nemanda persónulega. Öllum þátttakendum stendur til boða startpakki og taska á 5.900kr
Söng og leiklistarnámskeið á vegum «Leik og sprell»: Vikuna 10.-14. júlí.
Söng og leiklistarnámskeið sem er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri.
Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá spuna og leik búum við til leiklistarsenur sem við munum vinna með í gegnum námskeiðið og setjum saman sýningu sem opin verður fyrir aðstandendur.
5 daga námskeið, kennt 3 klukkustundir í senn, verð: 25.000 krónur. Nánari upplýsingar: (https://www.facebook.com/events/201996662585305) Skráningar á námskeið fara fram í gegnum Sportabler. Við höldum einnig áfram að bjóða upp á einkatíma í söng. Kennari er Bára Lind Þórarinsdóttir, stofnandi Leik og Sprell, og er útskrifuð leikkona frá listaskólanum LIPA. Bára hefur unnið í mörg ár sem leiklistarkennari og leikstjóri með börnum og unglingum. Hún er einnig með jógakennaréttindi og lauk söngnámi við Complete Vocal Institute.
Körfuboltaæfingar Umf Hrunamanna: æfingar byrja í lok maí/byrjun júní og verða alveg þangað til að körfuboltabúðirnar byrja 13. júlí. Skráningar fara fram á Sportabler aðgangi félagsins: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir/umfhrunamanna
Einnig má finna upplýsingar á fésbókarsíðu körfunnar: https://shorturl.at/eiBJR . Planið er að hafa 3 æfingar i viku, 2 á Flúðum og 1 í Reykholti. Ef breytingar verða á því þá verður send út tilkynning. Allir flokkar æfa á sama tima
Æfingatímar:
Körfubolta - æfingabúðir: 13 og/eða 14. júlí - 16. júlí
Leikmenn fæddir 2005-2011
Búðirnar hefjast fimmtudaginn 13.júlí og þeim lýkur sunnudaginn 16.júlí.
Verð: 16.000 krónur
Leikmenn fæddir 2012-2017
Búðir hefjast föstudaginn 14.júlí og þeim lýkur sunnudaginn 16.júlí.
Verð: 13.000 krónur