Sumaropnun Skeiðalaugar

Blómin við Skeiðalaug
Blómin við Skeiðalaug

Ákveðið hefur verið að hafa sumaropnun í Skeiðalaug eins og hefðbundin vetraropnun, mánudaga og fimmtudaga 18:00-22:00. 

Ný sveitarstjórn mun eftir sumarfrí auglýsa eftir öllum áhugasömum íbúum sem vilja taka þátt í að móta nýja framtíðarsýn fyrir Skeiðalaug.  Það liggur fyrir að fara þarf í miklar framkvæmdir til að laga húsnæðið og hefur sveitarfélagið fengið vilyrði frá arkitekt hússins til að gera nauðsynlegar breytingar á húsinu.  Markmiðið er að finna leiðir til að efla Skeiðalaug til framtíðar.

Á sveitarstjórnarfundi í dag, 15. Júní var málið á dagskrá og meðfylgjandi er umfjöllunin um málið og ákvörðun sveitarstjórnar.

 

Sumaropnun Skeiðalaugar  2022.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var ákveðið að framlengja samning við rekstraraðila Skeiðalaugar, Eyþór Brynjólfsson, um rekstur Skeiðalaugar út árið 2022.

Rekstraraðili hefur lýst yfir miklum áhyggjum af því að ekki næst að manna Skeiðalaug viðkomandi sumaropnun sem hefði átt að vera 15.júní-18.ágúst, auk þess sem forsendur fyrir sumaropnum séu breyttar frá fyrra ári þar sem tjaldsvæðinu í Brautarholti hefur nú verið lokað, en stór hluti þeirra sem sóttu sundlaugina að sumri til hafa verið gestir tjaldsvæðisins. Reynsla síðustu ára hefur verið sú að íbúar sveitarfélagsins sem nota Skeiðalaug yfir veturinn koma síður í laugina að sumri.

Lagt er til að opnunartími Skeiðalaugar sumarið 2022 verði á mánudögum og fimmtudögum í sumar frá kl. 18-22.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum breyttan opnunartíma Skeiðalaugar sumarið 2022 en telur æskilegt ef hægt væri að auka opnun um einn dag í viku. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá breyttum samningi við rekstraraðila Skeiðalaugar sem gildir til ársloka 2022. Strax eftir sumarfrí verður farið í vinnu við að skapa framtíðarsýn Skeiðalaugar.