Þriðja aðalfundarboð Vatnsveitufélagsins Suður-Fall

Blómið Bláinn - í mosabreiðu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint, jafnvel ekki neitt
Blómið Bláinn - í mosabreiðu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint, jafnvel ekki neitt

Þar sem ekki náðist nægjanleg mæting á annan boðaðan aðalfund Vatnsveitufélagsins Suður-Fall mánudaginn 17. febrúar er hér með boðað í þriðja sinn til aðalfundur Vatnsveitufélagsins Suður-Falls mánudaginn 3. mars 2025 kl. 20:00 í gamla bókasafninu í Brautarholti.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Ársreikningar lagðir fram.
  3. Framkvæmdir framundan.
  4. Kosning um tillögu stjórnar um að óska eftir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur taki yfir rekstur Vatnsveitufélagsins Suður-Fall.
  5. Kosning í stjórn og endurskoðendur(skoðunarmenn)

Á fundi stjórnar Vatnsveitufélagsins Suður-Fall fimmtudaginn 9. janúar samþykkti stjórn samhljóða eftirfarandi bókun:

Núverandi stjórn telur að rekstri veitunnar til framtíðar sé betur kominn í höndum sveitarfélagsins. Stjórn leggur því til að á næsta aðalfundi verði lögð fram tillaga til samþykktar um að óska eftir því við Skeiða- og Gnúpverjahrepp að taka yfir veituna, allar eignir, skuldir, réttindi og skyldur félagsins. Með því móti verði tryggður betri rekstur á veitunni og að uppbyggin veitunnar til framtíðar sé tryggð.

Samkvæmt samþykktum félagsins voru stofnendur félagsins 25 talsins ásamt því að teknir hafa verið löglega inn í félagið 17 nýir félagar samkvæmt fundargerðarbók. Löglegir félagsmenn eru því 42 talsins.

Til þess að aðalfundur verði löglegur samkvæmt samþykktum félagsins þarf minnst helmingur félagsmanna að sækja fundinn. Nú er boðað til aðalfundar í þriðja sinn vegna ónógrar fundarsóknar. Boðaður aðalfundur í þriðja sinn telst lögmætur, hver sem fundarsókn er.

Stjórn Vatnsveitufélags Suðurfalls