Til eigenda fasteigna í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

 

Breyting verður á fyrirkomulagi á innheimtu fasteignagjalda árið 2016 af fasteignum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ekki verða sendir út greiðsluseðlar, né álagningarseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Álagningarseðla er að finna á www.island.is. undir ,,mínar síður"

Gjalddagar verða 10 á árinu. Sá fyrsti í febrúar og sá síðasti í nóvember. Heildarfasteignagjöld greiðanda að 20.000 kr verða innheimt í einni greiðslu.

Gjaldaflokkar fasteignagjalda munu ekki taka breytingum frá fyrra ári.

A-flokkur.

Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum

nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati.

 

B-flokkur

Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í

lögum nr. 4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.

 

C-flokkur.

Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3.

Gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.

 

Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps