Félagsheimilið Árnes
Umhverfisdagur fór fram í Árnesi 9. apríl s.l. og þar var boðið upp á ýmislegt í sambandi við umhverfi okkar.
Kl. 13:00 setti Anna María Flygenring, formaður umhverfisnefndar samkomuna en nefndin undibjó dagskrána.
Sýnt var myndband frá leikskólanum Leikholti og verkefnið Vistheimt í verki,var kynnt frá nemendum Þjórsarskóla. Verkefnið hefur verið unnið með Landvernd og Landgræðslunni og sýnt var myndband um erfiða flokkun.
• Minni matarsóun. Dóra Svavarsdóttir hélt kröftugt erindi um matarsóun í hinum vestræna heimi og kom fram hjá henni að við Íslendingar hendum mat sem samsvarar þriðja hverju lambi sem fæðist á Íslandi eða um 30% og í Ameríku er hent 50% af þeim mat sem framleiddur er. Þetta eru sláandi tölur og ættum við að taka þær alvarlega og gera eitthvað í málunum.
• Fuglalíf við Þjórsá. Tómas Grétar Gunnarsson, fuglafræðingur hélt ítarlegt og skemmtilegt erindi um fuglalíf við jökulár á Íslandi og þar af leiðandi Þjórsá.
- Landbótafélag Gnúpverja kynnti starf sitt og félagið vel.
• Kynning frá Gámaþjónustunni. Gunnar Bragason forstjóri fyrirtækisins fór vel yfir starfsemi félagsins.
Að lokum voru gestum boðnað kaffiveitingar en um 30-35 manns komu hlustuðu á dagskrána.