- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Sveitarfélagið Skeiða-og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að sjá um útleigu og umsjón á félagsrými í húsnæði sveitarfélagsins í Brautarholti. Helstu verkefni eru umsjón með útleigu, sam
skipti við leigutaka, viðvera á leigutíma, þrif eftir útleigu og minniháttar viðhald á félagsrými húsnæðisins.
Viðkomandi aðili þarf að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og sýna frumkvæði og metnað.
Umsóknir og/eða fyrirspurnir skulu berast á netfangið sylviakaren@skeidgnup.is - Umsóknarfrestur er til og með 18. maí
Um Félagsheimilið í Brautarholti:
Um er að ræða tvo sali í félagsheimilinu. Einn sem getur rúmað um 180 manns í sæti og annan sem rúmar um 30-40 manns. Miklar framkvæmdir hafa verið á húsinu síðastliði ár. Í húsinu er einnig rekinn leikskólinn Leikholt. Heimilt er að leigja út félagsrými hússins alla virka daga frá kl. 16 og alla laugardaga og sunnudaga og á öðrum tíma í samræmi við starfsemi leikskólans.