- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Ungmennaþing var haldið í Árnesi í dag. Vel var mætt á þingið og voru fjögur mál á dagskrá; Nýtt deiliskipulag í Árnesi, ný skólastefna sveitarfélagsins, innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og að lokum kosning í ungmennaráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Miklar og góðar umræður um málefnin sköpuðust og ljóst að ungmenni sveitarfélagsins hafa bæði skoðanir og hugmyndir um hvað er mikilvægt og hvað ekki í starfi og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Sjö buðu sig fram í ungmennaráð sveitarfélagsins, en í kosningum voru þessi þrjú kosin:
Emelía Karen Gunnþórsdóttir
Magnús Arngrímur Sigurðsson
Vésteinn Loftsson
Þegar höfðu tveir verið skipaðir af sveitarstjórn: Magnea Guðmundsdóttir formaður og Ástráður Unnar Sigurðsson sem sat í ungmennaráði síðasta kjörtímabil. Við bjóðum þau velkomin til starfa.