- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skeiða- og Gnúpverjahreppur býður út verkið aðkomuvegur, púði og plan fyrir íþróttamiðstöð. Verkið felur í sér gerð á aðkomuvegi, púða undir íþróttamiðstöð og plan í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Helstu magntölur eru:
Gröftur 2.000 m³
Þjappaður púði undir íþróttamiðstöð 3.000 m³
Þjappað plan undir bílastæði 1.500 m³
Aðkomuvegur 6 metra breiður 180 m
Malarlag á aðkomuveg og plan 390 m³
Púði undir fundament 24 stk
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 7. ágúst 2024. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Harald Þór Jónsson með tölvupósti á netfangið haraldur@skeidgnup.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps Árnesi, 804 Selfossi fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 22. ágúst 2024, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.