Valgerður gerir það gott í bogfiminni

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested
Valgerður Einarsdóttir Hjaltested

Bogfimisambandið er duglegt að senda okkur fréttir af afrekum Valgerðar Einarsdóttur Hjaltested frá Hæli, enda stendur hún sig gríðarlega vel í bogfimi. Eftirfarandi frétt birtist a vef Bogfimisambandsins (archery.is):

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi BFB (en upprunalega Gnúpverji og nýlegur Þorlákshafnarbúi) vann Íslandsmeistaratitlinn í sveigboga kvenna á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi (ÍM24) sem haldið var á Hamranesvelli í Hafnarfirði helgina 20-21 júlí. Ásamt því að vinna annan Íslandsmeistaratitil í félagsliðakeppni sveigboga ásamt liðsfélögum sínum, setja Íslandsmet félagsliða og 1 brons í sveigboga óháð kyni.

Marín Aníta Hilmarsdóttir liðsfélagi Völu í BFB var andstæðingur hennar í gull úrslitaleik sveigboga kvenna. Gull úrslitaleikur kvenna byrjaði jafn 20-20 og þær deildu stigum í fyrstu lotu 1-1, Marín tók næstu tvær lotur og staðan því 5-1 og 6 stig gefa sigur. En Vala náði næstu tveim lotum og jafnaði leikinn 5-5 sem knúði fram bráðabana, ein ör sá sem er nær miðju er Íslandsmeistari. Marín skaut fyrst í 8 og Vala skaut næst og hitti í 9 og tók því Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í röð utandyra og fjórða titil sinn í röð, þar sem hún vann bæði Íslandsmeistaratitlana innandyra og utandyra í sveigboga kvenna 2023 og 2024. Nanna Líf Presburg úr ÍF Akur á Akureyri tók bronsið í leik gegn Astrid Daxböck úr BFB.

Það var þó ekki einni bráðabani sem Valgerður keppti í á mótinu. Einnig er keppt um Íslandsmeistaratitil óháð kyni þar sem að konur/karlar/kynsegin og allir keppa. Þar endaði Valgerður í undanúrslitum í bráðabana við liðfélaga sinn Ragnar Þór Hafsteinsson um hver keppti um gullið, en þar hafði Ragnar betur í bráðabananum 5-4. Valgerður keppti því í brons úrslitaleiknum á móti Georg Elfarssyni úr ÍF Akri á Akureyri þar sem að Valgerður tók sigurinn og bronsið 6-2. Marín tók gullið og Ragnar tók silfrið.

Í gull úrslitum félagsliða sveigboga mætti Valgerður ásamt liðsfélögum sínum í BFB Ragnar Þór Hafsteinsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir liði ÍF Akur frá Akureyri (ÍFA). Þar sem að þau tóku öruggann sigur 6-0 á móti Akureyringum og hrepptu því Íslandsmeistaratitilinn. En Vala og liðsfélagar settu einnig Íslandsmetið í félagsliðakeppni í undankeppni ÍM24.

Þannig að Valgerður náði með minnsta mun að verja titil sinn í sveigboga kvenna utandyra með minnsta mun í bráðabana, tók Íslandsmeistaratitil félagsliða, Íslandsmet félagsliða og brons til viðbótar. Uppskeru ríkt ÍM hjá Gnúpverjanum. Og það var gott veður á Íslandsmóti sem er það sem er mest ótrúlegt af þessu öllu.

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér: Gnúpverjinn Valgerður með fjórða Íslandsmeistaratitil kvenna í röð á ÍM24 - Archery.is